Ystavíkurfjall

Í dag stóð heilbrigðisdeild Háskólans á Akureyri fyrir heilsubótargöngu í tilefni 20 ára afmælis Háskólans á Akureyri og afmæli deildarinnar. Allir nemendur og starfsfólk var velkomið í fjallgöngu á Ystavíkurfjall ca 600 metra hátt fjall sem er norðan við Víkurskarðið.

Ég ákvað að vera með enda að komast í þokkalegt form og hef mjög gaman af slíkum ferðum. Fáir voru mér sammála því ég var EINI nemandinn við Háskólann á Akureyri sem mætti!!! Starfsfólk var öllu duglegra því FJÓRIR  kennarar úr heilbrigðisdeild mættu og þar með er hópurinn sem lét sjá sig upptalinn. Einn kennaranemi, tveir aðjúnktar, lektor og prófessor fóru því saman í stórkostlega fjallgöngu.

Við gengum í hlýju veðri í urð og grjóti, lyngi, mold, grasi og öðrum birtingarmyndum náttúrunnar. Við sáum sveppi, ber, rjúpu, kindur og fugla og við sáum Herðubreið bregða fyrir, við sáum líka Eyjafjörðinn í allri sinni dýrð.

Þetta fjall er skemmtilegt vegna þess að það er auðvelt að labba það þvert og endilangt, ekki þarf að fara sömu leið niður og upp. Á hæsta punkti er varða þar sem hægt er að skrifa í gestabók og þar drógum við upp lítinn fána með merki Háskólans.

Frábær ferð. Smellið á myndir til að sjá þær stærri

Horft til AkureyrarFyrirmynd nemenda við UNAKÁ toppnum, Sigurður, Sigríður, Margrét, Inga og égFögur er hlíðin


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Get alveg ímyndað mér að þetta hafi verið frábær ferð. Við í kennaradeildinni fórum á Ystavíkurfjall fyrir einu ári síðan (eða tveimur - man ekki alveg) Útsýnið er stórkostlegt en mér fannst gangan eiginlega erfiðari heldur en að ganga á Súlur. Bestu kveðjur - og BTW: Áfram Liverpool!

Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 24.9.2007 kl. 16:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson
Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson

Dalvíkingur, giftur Kristbjörgu, faðir Ásu Eyfjörð, Ægis Eyfjörð og Kára Eyfjörð.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband