27.8.2007 | 22:07
Á hafsbotni
Ég var að horfa á heimildarmynd um túnfiskinn og áttaði mig á því hvað kæmist næst því að stíga fæti á aðra hnetti! Ég hef kafað innan um skeinipappír og túrtappa í fjöru við Húsavík og kafað niður á 18 metra dýpi innan um skipsflök, hákarla, skrautfiska og kóralrif í Karabískahafinu.
Ég hef ekki farið til annarra hnatta en ég hef heldur ekki komist á dýpstu "tinda" hafsins. Væri ekki gaman ef sjórinn gufaði upp og við gætum gengið um hafdjúpin? Kannski myndi ég finna hnífinn sem ég missti í sjóinn sem polli, pabbi gaf mér hann og ég gleymi aldrei hvað mér leið illa. Ég gæti klappað hákörlum og hvölum, farið í kjölfar togara og sveipað mig netatrossum í dunandi dansi við seli og höfrunga! En auðvitað myndi ég svo vakna af værum blundi eða í spennitreyju með ofskynjunarofvirkni. Hafið er stórkostlegt og frekar sorglegt að við skulum líta á það sem ruslakistu.
Annars bara góður, fjölskyldan dafnar vel. Skólinn er að byrja og ég hef opnað bók og sett mig í stellingar. Búinn með 53 einingar eftir einn vetur! Geri aðrir betur! Ég fékk reyndar 23 einingar metnar sökum ástkærs BA prófs og því eru 37 eftir sem ég klára fyrir jólin 2008.
Í dag hljóp ég 5 km á rétt rúmlega 30 mínútum en þá vegalengd ætla ég að hlaupa á undir 30 mínútum í Akureyrarhlaupi þann 15. september. Á næsta ári langar mig að hlaupa 10 km.
Veðrið hefur leikið við okkur og því erum við dugleg að fara út að ganga með Ásu í vagninum, ekkert betra en að sofa úti og láta keyra sig um bæinn.
Magri
Athugasemdir
sæl verið þið, jú mikið rétt..ég get staðfest hlaupið þitt, því við Valur sáum þig á rjúkandi siglingu við Glerárgötu...og vorum ánægð með þig!!:)
Þorbjörg (IP-tala skráð) 29.8.2007 kl. 16:13
Sæll gamli göltur og til hamingju dömuna tók 65 einingar síðasta vetur þannig að þú verður að fara taka á því ef þú ætlar að ná mér
kveðja úr borg dauðans
96 (IP-tala skráð) 29.8.2007 kl. 21:26
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.