Komin í kjól

Hér í strætinu magra er allt við það sama, lífið gengur sinn vanagang og Ása Eyfjörð braggast vel og dafnar, stillt og prúð, stolt foreldra sinna. Hún fór í matarboð í gær til langömmu sinnar og hún vaknaði að sjálfsögðu þar til að sýna sig og fá sér að drekka.

Kristbjörg er hress og öll að koma til eftir fæðinguna.

Sjálfur er ég að skríða saman en á föstudag og laugardag fór ég með pabba sem aðstoðarmaður á sjóstöng. Pabbi semsagt stýrði bátnum sínum, ég skar beitu og blóðgaði fisk á meðan tveir karlar og kona veiddu fisk í lokamóti Sjóstangaveiðifélags Íslands. Við enduðum í öðru sæti yfir aflahæsta bátinn af 23. Á laugardagskvöldið var svo uppskeruhátið, matur og verðlaunaafhending í Sjallanum þar sem ég snæddi og drakk mikið af bjór og öðru sulli sem gerir mann skrítinn.

Sunnudagurinn var erfiður enda er ég í mjög lítilli drykkjuæfingu sem er bara jákvætt. En í dag fór ég í ræktina eins og ég byrjaði á fyrir skemmstu og grömmin detta af ístrunni. Ég ætla mér niður í 75 kíló og á um 9 kíló eftir.

Hér kemur mynd af prinsessunni af MagrastrætiInLove
100_2001

Magri 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Esku litla músin mín

Hvað þú ert falleg og fín. Þetta er ekki bara ömmugrobb. Haltu áfram að vera svona góð og þæg við mömmu og pabba, vonandi kemurðu innan skams tíma í heimsókn til ömmu sinnar. Sakna ykkar allra

kveðja

amma

amma (IP-tala skráð) 21.8.2007 kl. 15:11

2 identicon

ohhh hvað hún er fín litla prinsessan

Dísa (IP-tala skráð) 21.8.2007 kl. 20:35

3 identicon

Elskurnar mínar til hamingju með dömuna. Ég vann kapphlaupið ogþað með þónokkuð miklum mun! Það er svona þegar óþolinmæði móðurinnar erfist þá bara er ekkert verið að drolla. Það er rétt hjá þér Gunnþór Ása er fallegt og kröftugt nafn rétt eins og hann Áki minn :) 

Heilsist ykkur kæra fjölskylda. 

Rakel Friðriks. (IP-tala skráð) 24.8.2007 kl. 16:49

4 identicon

Hæhæ sæta fjölskylda:)

Ekkert smá sem að Ása er orðin stór:) Þetta er svo yndislegt:) Verðum svo að farað bjóða ykkur í heimsókn þegar við erum búin að koma okkur almennilega fyrir í skútagilinu:)..allveg að verða klart;)

Bestu kveðjur

Helga og Þorsteinn litli 

Helga Hrönn og Þorsteinn (IP-tala skráð) 27.8.2007 kl. 20:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson
Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson

Dalvíkingur, giftur Kristbjörgu, faðir Ásu Eyfjörð, Ægis Eyfjörð og Kára Eyfjörð.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband