13.8.2007 | 21:54
Dalvík sinnum þrír og fleira huggulegt
Já kæru vinir fjölskyldan í magrastræti fór til Dalvíkur á föstudaginn þar sem við röltum um bæinn, fengum kaffi hjá mömmu og pabba, tókum þátt í kærleiksstund og knúsi í Kirkjubrekkunni og enduðum á fjölskyldufiskisúpusamkvæmi þar sem stórfjölskylda móðurleggs var saman komin. Ákaflega gaman að upplifa svo yndælar stundir á uppvaxtarstaðnum. Fólksfjöldi mikill og allir sáttir.
Fiskidagurinn mikli rann upp með stæl og ríflega 30.000 manneskjur dreifðu sér um Dalvíkina og gæddu sér á fiskmeti og lífsins gæðum þar sem gleði og vinátta var í fararbroddi. Við renndum með Ásu í vagninum í gegnum mannmergðina og gæddum okkur á veitingum en mestur tími fór þó í að spjalla við gamla kunningja, ákaflega gaman saman.
Þar sem við vorum í feikna ferðastuði er sunnudagurinn rann upp smelltum við okkur í betri fötin og héldum til Dalvíkur. Að þessu sinni áttum við ljúfa stund við skírn í Dalvíkurkirkju þar sem Þorsteinn fékk nafn og innritaðist í kirkjuna með formlegum hætti, sonur vinafólks okkar, Skafta Þorsteinssonar Skaftasonar og Helgu Hrannar. Á eftir var boðið til dásamlegrar hnallþóruveislu í góðra vina hópi. Ása Eyfjörð svaf í kirkjunni en vaknaði aðeins í veislunni til að drekka, nema hvað!
Við vorum einnig heimsótt í gær og í dag, fólk frá Neskaupsstað og Grindavík mætti í spjall. Hanna Vigdís og Barði komu að austan og Einar Sveinn, Erna Rós, Bragi Snær og Jón Breki búa í Grindavík þar sem aldrei rignir né hreyfir vind... segir Einar. Ljómandi gott fólk allt saman og gott að halda tengslum þó maður hittist ekki hverja helgi eða svo.
Lífið gengur vel og á morgun er Ása Eyfjörð þriggja vikna gömul, það er gott að vera pabbi. Ég get ekki verið sáttari því ég er pabbi, ég er sonur, ég er eiginmaður, ég er bróðir, ég er svili, ég er mágur, ég er frændi og bráðum kennari!!! Stórkostlegt hehe
Skólinn byrjar 27. ágúst, það verður gaman að hitta fólkið á ný og kynnast nýju fólki. Lífið fjallar einfaldlega um fólk, fólk sem fæðist, kynnist, aðskilst, finnur á ný, leitar, tapar, finnur aftur og enn, deyr, endurfæðist. Gunnar Dal segir þetta allt með fáum orðum: Að elska, er að lifa!
Ef allir í heiminum tileinkuðu sér boðorðin tíu (þyrftum þó að taka út fyrstu þrjú boðorðin) væri heimurinn betri, það er mín kristna hugsun og trú. Fyrir fyrstu þrjú væri gott að segja: Engin trú er betri en önnur!
Kannski væri þó betra ef allir hættu að trúa á einhverja guði og vætti sem í orði hjálpa en í verki svíkja okkur stöðugt, og sem flestir átti sig á því að enginn guð eða maður getur hjálpað öllum, en hinsvegar geta flestir, ef ekki allir hjálpað einhverjum á einhvern hátt til að öðlast betra líf!! Er þetta nokkuð flóknara en þetta?
Náungakærleikurinn er lykilatriði í að heimurinn verði betri.
Magri
Athugasemdir
Þökkum kærlega fyrir okkur á Skírnardaginn. Gaman að þið sáuð ykkur fært að koma. Þetta heppnaðist allt saman vel að okkar mati, kirkjan, söngurinn, veislan og allt saman. Var að lesa yfir hjörtun sem að Linda systir bað fólk um að skrifa bænir á handa Þorsteini svo að ég gæti nýtt seinna meir í föndurbók handa honum, og það var mjög gaman að sjá hvað fólki datt í hug og vonar fyrir Þorsteins hönd. Ótrúlegur þessi kærleikur:)
Sjáumst svo fljótlega aftur...
litla fjölskyldan
Helga, Skafti og Þorsteinn litli (IP-tala skráð) 14.8.2007 kl. 11:45
Guten Tag,
ætlaði bara að skila kveðju til ykkar allra
Sjáumst eftir 2 vikur,
Árný.
P.S. Fallegar myndirnar af Ásu
Árný (IP-tala skráð) 14.8.2007 kl. 16:18
Heill og sæll
Gaman að rekast aðeins á ykkur á Fiskidegi :) Falleg litla prinsessan og já það er bara yndislegt að vera foreldri.
Þetta með trúnna - segi bara enn og aftur - það er bara best að trúa á eigin mátt og megin og að þú sért þinn egin guð og skapar sjálf/ur þitt eigið líf. Þannig tekur hver og einn ábyrgð á sér og sínum gjörðum og ekki hægt að kenna gölluðum Guðum um misgjörðir. Það er nefnilega svo trúi ég að ábyrgðin er okkar - bæði á góðu og illu því þetta býr allt innra með okkur sjálfum og við getum hvorugu afneitað
Dísa (IP-tala skráð) 14.8.2007 kl. 21:41
Já sæl Dísa gaman að sjá þig á Dalvík! Ég er mjög sammála þér.
Gunnþór Eyfjörð G. (IP-tala skráð) 14.8.2007 kl. 21:51
Hæ og takk fyrir síðast. Gaman að hitta fjölskylduna þína á fiskisúpukvöldinu.
Ragnar Ólason, 15.8.2007 kl. 05:32
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.