8.8.2007 | 12:28
Allir hressir-fæðingardagur
Já kæru vinir þessa verslunarmannahelgi fórum við varla úr húsi en fengum tengdamömmu í hús og áttum saman notalega helgi. Ég virti frí verslunarmanna og verslaði ekki 6. ágúst enda ekki opið á þeim stöðum sem ég versla, nema í neyð.
Við fórum út að ganga með Ásu Eyfjörð í vagninum á mánudaginn, hún vældi aðeins meðan hún var að venjast en um leið og út var komið sofnaði hún værum blundi, allir sáttir við að fara út. Stúlkan dafnar vel og foreldrum sínum til sóma:)
Ari Þórsson frændi minn átti afmæli í gær, 13 ára strákurinn, góður drengur.
Í dag er 0808 sem þýðir að Freyr vinur minn á afmæli, hann er á sjó á Björgvin og skemmtilegt frá því að segja að einmitt skipstjórinn á Björgvin hann Bóbó á einnig afmæli í dag! Góðir menn þessir tveir. Moli heitinn sem var í kattarhlutverki á Rauðarárstígnum og svo hér í Magrastræti fæddist þennan dag árið 2003, hann dó í fyrra.
Ég fór á sjó í fyrrinótt með pabba, veiddum á færi á Skagagrunni og fengum 1200kg mest þorskur. Skemmtilegt frá því að segja að Björgvin EA 311 var þar að veiðum.
Framundan er Fiskidagurinn mikli á Dalvík og mæli ég með því að fólk kíki þangað, dagskráin byrjar í dag og í gær var fullt af fólki mætt í bæinn.
Magri
Athugasemdir
Gott að komast út:) Frábært að heyra að allt gengur vel:) Hlökkum til að sjá ykkur á fiskidaginn já og skírnardaginn:)
Helga, Skafti og prinsinn (IP-tala skráð) 8.8.2007 kl. 13:17
Aldrei að vita nema maður rekist á ykkur í fólksmergðinni á fiskideginum. Allavega erum við á leið norður á morgun og ætlun að vera á Dalvík á Fiskidegi ásamt að karlinn er þar á fermingarsystk.móti á föstudag :)
Kveðja á ykkur og knús á fallegu prinsessuna
Dísa (IP-tala skráð) 8.8.2007 kl. 22:55
Gaman að koma aðeins í heimsókn um daginn :) Hlakka til að sjá ykkur næst sem verður sennilega í sept ef allt gengur að óskum ;)
Rósa María (IP-tala skráð) 9.8.2007 kl. 16:26
Var í heimsóknum á blogg heiminum og hrasaði inn um gættina á síðunni þinni. Óska þér og þinni innilega til hamingju með litlu prinsessuna..hún er gullfalleg.
Kveðja Heiðrún Jó:)
Heiðrún Jóhannsdóttir (IP-tala skráð) 10.8.2007 kl. 22:58
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.