Heima er best

Á laugardaginn komu Kristbjörg og Ása heim í Helgamagrastræti og fjölskyldan tekur fyrstu skrefin saman. Núna eru engar ljósmæður til að kalla á svo við verðum að gera okkar besta til að öllum líði vel. Við skiptum húsverkum eins og við höfum alltaf gert enda finnst mér og okkur það vera grundvallaratriði í sambúð, að þurfa ekki að skafa skítinn eftir makann er lykilatriði finnst mér og þá að sjá til þess að ég geri það sem af mér er vænst. 

Ása var óvær fyrstu nóttina og við erum að gera okkar besta til að finna leiðir svo henni líði sem best, stellingar til að ropa, bakflæði eða ekki, kúkur og piss og allt þetta sem þarf að virka svo vel til þess að litlu kríli líði vel. Hún sefur ágætlega, drekkur vel en hefur grátið töluvert þess á milli. Við pökkum henni inn og strjúkum henni, notum hugmyndir úr öllum áttum.

Það er mjög jákvætt að eiga prinsessu og drottningu:)

Kristbjörgu líður vel, mjög öflugt í henni móðureðlið og það er kannski þar sem helstu skilin milli karls og konu eru, það er jú móðirin sem gengur með og fæðir barnið. Við karlarnir tökum fullan þátt í ferli barnsins og mér finnst ég hafa mjög sterkar tilfinningar sem faðir, það er bara gott að tveir ólíkir aðilar annist barnið sitt. 

Takk fyrir allar þessar fallegu kveðjur á síðunni, fjölskylda og vinir eru dugleg að fylgjast með og aðstoða okkur og við erum þakklát fyrir það. Þetta er bara yndislegt. 

Magri

100_1849


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hæhæ og takk fyrir síðast. Enn og aftur er ég í forvitnisleit að nýjum myndum og fréttum af litlu fjölskyldunni:) Ég veit ekki hvaða ráð þið hafið nú þegar fengið og hvað þið hafið prufað en mér datt í hug að deila smá ráðum sem ég hef fengið síðustu 3 vikurnar bara svona ef ykkur skyldi langa að prufa eitthvað af þeim:)

Prufa að láta hana sitja, halda undir kjálka/kinnar og strjúka létt upp og niður bakið og sjá hvort að  hún nái ekki að ropa þannig (prinsinn okkar ropar aldrei öðruvísi)...SMA er víst mjög þyngra í mallakútinn þeirra fyrir meltinguna en brjóstamjólkin sögðu þær mér uppfrá, benntu mér á Minifom dropa sem fást í apótekinu, (minn er þó ekki á SMA, bara rembist endalaust) en þeir eiga að hjálpa krílum við að losna við loft sem angara þau. Strjúka mallann laust, halda á þeim eins og myndin á forsíðunni á www.helgahronn.bloggar.is sýnir, líður oft vel þannig.  Vefja þeim inní teppi eða taubleyju eins og börn á grænlandi eru vafin;)(samt þannig að þau geti hreyft sig...) þá fá þau öryggistilfinningu eins og haldið sé á þeim og eins fer meltiningin betur í gang þegar þeim er hlýtt. ömmm..hvað var það aftur meira...já var að frétta af góðum dropum sem fást í Jurtaapótekinu s:5521103, fæ mína á morgun og ætla þá að prufa að gefa litla rembingnum okkar soleiss og sjá hvort hann róist ekki, en í þeim eru kamilla, piparmynta og fennel, róar mallan, verkjastillandi og vindlosandi. Það virkar á minn ef hann fer að skæla þegar hann er lagður í vögguna að halda í hendi/hendurnar á honum, setja sængina mjög þétt að honum, þá róast hann og sofnar. En svo hef ég leitað mjög oft á www.ljosmodir.is og lesið mig til um þar í fyrirspurnum annarra:)

Þessir fróðleiksmolar voru í boði Helgu :þ

Vonandi að ég hafi eitthvað getað hjálpað ykkur, það er svo sárt þegar þau skæla bara og skæla og maður veit ekki hvað er að angra þau, en þó held ég að mallinn sé líklegastur, en það er þó bara mitt álit:)

Hlökkum til að sjá ykkur aftur

Helga Hrönn;) 

Helga Hrönn (IP-tala skráð) 30.7.2007 kl. 17:51

2 identicon

Vá hvað þetta var langt hjá mér....sorry;)

Helga aftur (IP-tala skráð) 30.7.2007 kl. 17:52

3 identicon

Já nú tekur aðlögunarferlið við.  Þið að læra á Ásu litu og hún að læra á ykkur.  Um að gera að prófa það sem ykkur dettur í hug og nota það sem virkar best.  Og bara muna að leggja sig með henni þegar hún sefur til að þið haldið orku.  Tiltekt er aukaatriði núna og næstu vikurnar þar sem að prinsessan gengur fyrir.  Enda enginn sem ætlast til að heimilið sé fullkomin hjá nýbökuðum foreldrum   Notið frekar tímann í að hvíla ykkur en að taka til ef skotta litla hefur verið óvær.

Grasaseyði er ehv sem virkar mjög vel á mörg börn en virkaði að vísu ekki á okkar skottu.  Miniformið virkaði betur en ég þorði ekki að gefa henni það lengur eftir fréttaumræðurnar um það í vetur.

Það virkaði nú best fyrir okkar skottu að fá að vera upp í pabba og mömmu bóli því þar fann hún lyktina, hlýjuna og öryggið - enda svaf daman þar fyrstu mánuðina og okkur fannst það reyndar bara gott mál öllum.  Reyndum ehv fyrst að venja hana á sitt ból en ákváðum fljótlega að hætta því bara á meðan hún var með í maganum þessi elska.

Gangi ykkur sem allra best

Knús frá Selfossi 

Dísa (IP-tala skráð) 31.7.2007 kl. 10:06

4 identicon

Sæl verið þið litla sæta fjölskylda !

 Innilega til hamingju með Ásu Eyfjörð prinsessu.. hún er nú meiri krúsídúllan

Gangi ykkur allt í haginn í fjölskylduhlutverkinu.

 Bestu kveðjur í Magrastræti frá Hornafirði

Mæja

Mæja Guðbergs (IP-tala skráð) 5.8.2007 kl. 18:15

5 identicon

Já hún er krúttleg sú stutta.  Ítrekaðar hamingjuóskir og hlökkum til að sjá ykkur um helgina.

 Fjölskyldan Ferjubakka

Ívar Örn (IP-tala skráð) 7.8.2007 kl. 12:27

6 identicon

Gunnþór og Kristbjörg (Kibba eins og ég kallaði þig alltaf hér einu sinni) til hamingju með litlu prinsessuna;)

sjáumst von bráðar í skólanum Gunnþór;)

Sædís Eva (IP-tala skráð) 7.8.2007 kl. 21:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson
Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson

Dalvíkingur, giftur Kristbjörgu, faðir Ásu Eyfjörð, Ægis Eyfjörð og Kára Eyfjörð.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband