Ása Eyfjörð Gunnþórsdóttir

Stúlkan okkar Kristbjargar hefur fengið nafnið Ása Eyfjörð. Hún er nefnd eftir móður minni sem heitir Ásgerður en kölluð Ása, mamma heitir eftir ömmu sinni sem ég kynntist vel sem barn. Eyfjörð  er eftir firðinum sem hún fæddist við, Eyjafirði og ég og pabbi heitum einnig Eyfjörð. Okkur finnst þetta fallegt og nett en kröftugt nafn sem hæfir litlu ástinni okkar vel, barninu sem við þráðum.

Ég er afar stoltur af Kristbjörgu minni vegna þess krafts og kjarks sem þurfti til að koma dömunni í heiminn. Ég er orðlaus yfir því hversu stórkostlegar ljósmæðurnar, fæðingarlæknirinn og barnalæknirinn voru (allt konur) algjörlega faglegar en svo blíðar og góðar og tóku allar ákvarðanir fyrir framan okkur og með okkur. Stórkostleg upplifun og ég er þakklátur fyrir að fá að taka þátt í að koma barni í heiminn með Kristbjörgu. Hún er stórkostleg í móðurhlutverkinu þó það sé rétt að byrja, sjálfur er ég ágætur:)  

Smellið á myndirnar til að sjá þær stærri 

Gott að sofa Sætust

 

 

 

 

 

 

 

11 merkur og 49 cm Litla fjölskyldan


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ohh hún er nú svaka fín daman :)

Rósa María (IP-tala skráð) 25.7.2007 kl. 23:06

2 identicon

Hún er alveg gullfalleg. Gaman að sjá myndir. Bestu kveðjur

Marta (IP-tala skráð) 25.7.2007 kl. 23:21

3 identicon

Mikið er Ása Eyfjörð lítil og sæt :)

Helga E (IP-tala skráð) 25.7.2007 kl. 23:42

4 identicon

Til hamingju með þetta fallega nafn og takk fyrir að leyfa okkur að sjá myndir. Mikið er hún falleg ;)

Hugrún og Jón Ingi (IP-tala skráð) 26.7.2007 kl. 11:57

5 identicon

Innilega til hamingju með litlu prinsessuna ykkur og fallega nafnið hennar.  Núna hefst bara yndislegur tími hjá ykkur

Kær kveðja frá Selfossi 

Dísa (IP-tala skráð) 26.7.2007 kl. 12:33

6 identicon

Jiiidúddamía hvað hún er mikil rúsína:) Okkur þykir hún nú nokkuð blönduð en þó getur Gunnþór ekki þrætt fyrir hana;) híhí...  Já og til hamingju með fallega nafnið hennar. Hlökkum rosalega til að sjá ykkur liltu fjölskylduna! :* Knús úr þorpinu:)

Helga Skafti og prinsinn (IP-tala skráð) 26.7.2007 kl. 15:12

7 identicon

Hjartanlega til hamingju með þessa fallegu stúlku með fallega nafnið. Gaman að sjá myndir af ykkur.

Soffía (IP-tala skráð) 26.7.2007 kl. 15:33

8 identicon

til hamingju gamli.

Helga Þórey (IP-tala skráð) 28.7.2007 kl. 17:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson
Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson

Dalvíkingur, giftur Kristbjörgu, faðir Ásu Eyfjörð, Ægis Eyfjörð og Kára Eyfjörð.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband