Bíðum eftir barni-húsið að verða fínt:)

Barninu líður greinilega vel í móðurkviði og lætur okkur bíða og bíða, ef það skilar sér ekki fyrir 26. júlí verður framkvæmd fæðing, sett af stað, að kvöldi 26. Ég skil vel að það vilji vera þarna inni aðeins lengur, nægur matur, mikil hlýja og öryggi... nákvæmlega það sem svo marga dreymir um í þessum heimi, margir eru reyndar svo fjarri þessum pólum að þau geta jafnvel ekki dreymt um það sem þau hafa aldrei kynnst og þekkja ekki. Ég ætla að kynna barninu mínu raunverulegar aðstæður stórs hluta mannfólks og reyna að kenna því að bera virðingu fyrir þeim gæðum sem það fæðist í, allt til alls þó það fái ekki gullskeið í munninn. 

Veðrið leikur við okkur og ég kvarta ekki yfir sól og 14 gráðu hita þó vindurinn sé ekki eins hlýr og í Ghana, ef ég get verið úti á bol er ég sáttur en mér finnst líka gott að vera úti í peysu ef það er kaldara. Við Íslendingar ættum að vita hvernig veðrið sveiflast og klæðum okkur eftir því. Reyndar þurfum við að kvarta og kveina, kvörtum yfir kuldanum og kvörtum svo ef það er of heitt, við þrífumst á veðrinu og umræðu um það:)

Ég er að verða búinn að mála húsið að utan, á bara eftir að renna aðra umferð á gluggasyllurnar og mála hurðirnar (munum að hurð er fleki til að loka dyrum, við göngum inn um dyrnar og lokum þeim með hurðinni) og þá er húsið orðið fínt. Þegar hús er rúmlega 60 ára gamalt er það búið að ganga í gegnum ýmislegt og ber þess merki að hafa staðið vaktina meðan aðrir sváfu, okkur líður vel hérna.

Næsta skref er að klára húsið síðan þarf að slá garðinn, bera á garðhúsgögnin, laga þakrennuna og handriðið... í millitíðinni kemur barnið, ég held áfram að bíða.

Magri 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Litum hér við í leit að fréttum af litlu kraftaverki:) en ekkert virðist bóla á barni.  Fylgjumst með áfram ;)

Helga og Skafti (IP-tala skráð) 18.7.2007 kl. 13:33

2 identicon

Bíð spennt... :)

Rósa María (IP-tala skráð) 18.7.2007 kl. 13:55

3 identicon

Við kíkkum alltaf á bílastæðið í Magra þegar við keyrum framhjá.. bara svona að sjá hvort þið séuð heima..jú júi alltaf bíll. Þetta kemur fyrr en síðar ;) 

Hugrún og Jón Ingi (IP-tala skráð) 18.7.2007 kl. 14:12

4 identicon

Ohhhhh þessi bið er lööööönnnnnggggggg þegar komið er framyfir ásettan dag.  Kannsi þetta kríli verði eins og Tekla Mist og sitji sem fastast þar til henni var sparkað út hehe og já hún svo sannarlega SAT sem fastast   En þetta kemur að lokum og hugsið bara um að þessir aukadagar eru bara góðir fyrir krílið ef allt er í lagi

Dísa (IP-tala skráð) 19.7.2007 kl. 17:22

5 identicon

Ég er orðin voða spennt. Alltí einu alltaf að kíkja á bloggði þitt og vonast eftir fréttum :) 

Gangi ykkur vel 

Marta (IP-tala skráð) 20.7.2007 kl. 23:07

6 identicon

Frændi frændi!

Gangi ykkur vel. Fylgist með úr fjarlægð þar sem golan er stundum heitari en maður kærir sig um ;)

Strúlla (IP-tala skráð) 23.7.2007 kl. 16:40

7 identicon

Koma svoooo!

Gríshildur (IP-tala skráð) 23.7.2007 kl. 22:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson
Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson

Dalvíkingur, giftur Kristbjörgu, faðir Ásu Eyfjörð, Ægis Eyfjörð og Kára Eyfjörð.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband