Vika í erfingjann

Nú er ein vika í föstudaginn þrettánda og þá er barnið skráð í heiminn. Við erum eins tilbúin og hægt er og Kristbjörg vel hress, falleg og frísk. Fullt af barnafötum og hlutum bíða brúks litla búks!

Ég dunda mér þessa dagana við að skrapa húsið að utan því við Helgi magri (hinn eini sanni) í norður endanum ætlum að mála hrímhvítt og breyta úr bláum lit í rauðan á gluggasyllum og gluggarammar skulu vera hvítir. Þar sem við erum snillingar gerum við þetta sjálfir, vanir menn og vönduð vinna! Reyndar hef ég aldrei málað hús að utan á Íslandi en í Ghana máluðum við nokkur saman að utan og innan skrifstofu sjálfboðaliðasamtakanna. Ég er ágætur eins og Áki vélstjóri segir. 

Um liðna helgi fórum við til Ólafsfjarðar þar sem var útimarkaður og lifandi tónlist, keyptum muffins og fíflahunang sem er soðið niður úr gula sæta blóminu sem allir vilja losna við af lóðum. Í gær átti Breki frændi minn 11 ára afmæli og við fórum til hans í veislu sem haldin var hjá mömmu og pabba því verið er að byggja við og breyta húsinu þeirra hér í Magrastræti. Á morgun ætlum við að kíkja á ættarmót sem haldið er í Árskógi, grillum og hittum gott fólk.

Bærinn er fullur af fólki, Pollamót yngri og eldri polla og skemmtiferðaskip, gaman þegar mannlífið blómstrar þó svo að þorskkvótinn hafi verið skertur, við lærum að lifa með því eins og öðru!

Góða helgi

Magri 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Halló Gunnþór litli.. ert og verður alltaf bara litli bróðir Hemmýjar í mínum augum .  Skil tilhlökkun ykkar eftir erfingjanum.. en veit að allt kemur til með að ganga vel hjá ykkur...skynsemdar fólk á ferð sé ég.  En að erindinu... skil ég þig rétt.. eru Hemmý og Arnar flutt heim og búa á Akureyri ?

Kveðja úr Reykjavík.

Þórey Dögg Jónsdóttir (IP-tala skráð) 7.7.2007 kl. 16:40

2 identicon

JÁ...nú er sko aldeilis farið að styttast!!! Höfuðum ekki pælt í því að þrettándi væri á föstudegi híhí...en við bíðum ekkert smá spennt eftir gleðifréttunum frá ykkur;) Haldiði að það verði nokkuð rúntað um með vagnana...;)

Okkar bumba var með einhvern rembing í gærdag þar sem að duglegir verkir fylgdu með á 5 min fresti, en svo datt allt niður barasta um kvöldið... Enn þetta var gott spark í okkur, fórum yfir tékklistann og jújú, auðvitað er allt klárt;) unginn bara rétt að tékka gömlu hjúin:) Getum alveg viðurkennt að tilfiningin sem kom var ROOOOOOSALEG!!! hugsðum bæði, "nú er þetta að gerast" og horfðum á hvort annað...já og verðandi ömmuna sem var að fara úr límingunum og vakti til kl.5 í nótt við að sauma sængurver...:þ

Yndislegt:)

Helga og Skafti (IP-tala skráð) 8.7.2007 kl. 18:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson
Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson

Dalvíkingur, giftur Kristbjörgu, faðir Ásu Eyfjörð, Ægis Eyfjörð og Kára Eyfjörð.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband