25.6.2007 | 12:40
18 dagar í erfingja
Grasið vex og ég þarf að slá fjórða slátt, barnið vex og ég ætla að kaupa nýjan barnabílstól sem er sagður öruggari en þeir sem fyrir eru, engin níska við öryggi barns.
Ákvörðun hefur verið tekin um að mála húsið að utan í sumar, ég er svo mikill snillingur svo auðvitað framkvæmi ég verkið persónulega! Þarf að skrapa fyrst enda er slotið farið að flagna. Gluggar þurfa sína hressingu líka og því er betra að hefja bráðum vinnu handa.
Við fórum til Vals og Þorbjargar á laugardagskvöldið þar sem við snæddum grillmat ásamt Steingrími, Sveini Bryn og Þóru og Skafta og Helgu sem er einnig með bólginn maga sökum barns sem er líka skráð í heiminn í júlí. Gaman saman.
Í gær skruppum við til Dalvíkur þar sem við tókum mömmu með í kaffi á Bakka, þar er verið að heyja-slá, snúa og binda. Pabbi er í Hamborg að mála.
Allt eins og það á að vera, sumargleði!
Magri
Af mbl.is
Íþróttir
- Þá hefðu dómararnir ekki gert neitt
- Þriðji Guðjohnseninn í fámennan hóp
- Löglegt mark tekið af okkur
- Stærsta sem ég hef gert á mínum ferli
- Lofar góðu fyrir framhaldið
- Ísak ósáttur: Rænt af okkur stigi
- Efast um að Andri hefði fengið víti
- Íslendingar rændir í París? Þetta var aldrei brot
- Noregur skoraði ellefu mörk Öruggt hjá Englandi
- Naumt tap Íslands í Frakklandi
Athugasemdir
Fylgist spennt með fréttum af erfingjanum :)
Helga Elísabet (IP-tala skráð) 26.6.2007 kl. 23:07
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.