1.8.2006 | 11:40
Íslenska í öndvegi
Þegar ég ólst upp lærði ég að allir ættu að tala fallegt og rétt íslenskt mál, ég skrifaði stíla, kepptist við aðra í bekknum um getu í stafsetningu og stóð mig vel í íslensku almennt.
Í dag tala ég þokkalega íslensku, reyni að vanda mig og leiðrétta, leiðrétti aðra í kringum mig sem sumum finnst óþolandi. Mér finnst óþolandi að öðrum finnist í lagi að íslenskan blandist óhindrað við önnur mál, tökuorðum fjölgar, málvillur aukast og einn daginn munum við standa frammi fyrir því að annaðhvort breytum við reglunum í samræmi við villurnar eða þá að við kennum fólki íslensku uppá nýtt!
Við vitum að það gæti reynst erfitt að breyta þróun sem fengið hefur að dafna, við þurfum að byrja núna og ég er því sammála forsetafrúnni okkar Dorrit músanefi að það eigi ekki að vera auðvelt að verða Íslendingur. Þetta segir hún í tilefni þess að hún varð í gær íslenskur ríkisborgari og vill að allir eða sem flestir sem flytjast hingað læri tungumálið og kynni sér menninguna. Fólk þarf að gefa af sér en ekki bara lifa af þeim arfi sem aðrir hafa búið til. Við vitum líka að það vantar mikið uppá að fólk sem hingað flyst geti sómasamlega lært íslensku og er það skammarlegt fyrir stjórnvöld hversu illa er staðið að þeim málum.
Þessar pælingar eru mér ofarlega í huga þar sem ég eftir 4 vikur hef nám í grunnskólakennaradeild við Háskólann á Akureyri og ég byrja á því að læra aftur íslenska tungu, mál og málnotkun og allt hvað eina. Ég á eflaust eftir að reka mig mikið á gagnvart málnotkun og notkun íslenskrar tungu. Við eigum að hlúa að tungumálinu, við eigum að vilja hafa okkar eigið tungumál, það er mín skoðun. Rannsóknir hafa líka sýnt framá að sá sem hefur gott vald á sínu eigin tungumáli gengur mun betur að læra önnur tungumál.
-----------
Búlgaría var heit og góð, við sleiktum sólina smurð olíu í tvær vikur, fórum út að borða 14 sinnum og drukkum aldrei sömu tegundina af innlendum vínum sem eru mjög góð. Við fórum í skoðunarferð og sáum dálítið af landinu sem er skógi vaxið en tiltölulega illa nýtt hvað varðar landbúnað. Borgin Varna sem telur um 300.000 manneskjur er dæmigerð austur-evrópsk borg, stórar ljótar blokkir sem kommúnistaflokkurinn reisti og úthlutaði. Eftir að kommúnistinn féll hirti enginn um viðhald og því er mikið þarna í niðurníslu. Aðrar byggingar eru mikilfenglegar skreyttar gulli og marmara, nýbyggingar og allt í bland. Austur Evrópa mun innan 30 ára blómstra sem hluti af Evrópusambandinu og þurrka út endanlega sorglegar leifar kommúnisma.
Við vorum á dæmigerðri sólarströnd, Golden sands, strandgata með sölubásum og ógrynni af hótelum og veitingahúsum, afþreyingu til sjós og lands.
Við fórum á búlgarskt kvöld þar sem búlgarskur matur var í hávegum hafður, búlgarskir þjóðdansar, fjöllistafólk og allsherjar gleði og skemmtun. Maturinn var ágætur, sumt gott og sumt vont eins og gengur og gerist. Búlgarar borða mikið af kjúklingum og kartöflum. Við skoðuðum leifar af munkaklaustri frá 13. öld sem var grafið inní klettabelti úr límónusteini, það var stórgaman að skoða. Við fórum í þessa skoðunarferð útí litla eyju eða skaga þar sem er að finna heilar, hálfar kirkjur frá 11.-16. öld, þessi staður heitir Nessebar og er á heimsminjaskrá UNESCO. Mjög fræðandi ferð um trúarlífið og byggingarlist . Við gengum svo meðfram ströndinni kringum skagann sem var fallegt. Annars var þetta bara afslöppun og huggulegheit.
Kristbjörg er svo byrjuð að vinna aftur og ég fer á sjóinn á föstudaginn þar til skólinn byrjar um mánaðarmótin. Lífið er semsagt að komast í fastar skorður sem er ljómandi fínt enda er þetta búið að vera mikil rússíbanaferð í kringum giftinguna og eftir vel heppnaða rússíbanaferð er alltaf gott að taka af sér beltið og fá sér kalt vatn.
Bloggið var næstum gufað upp, það fór mikið með Mola sem við söknum sárlega. Lífið heldur áfram og framundan eru spennandi tímar í okkar lífi, námsmannalíf með bros á vör
magri
Athugasemdir
Þetta er kannski óviðeigandi tilboð svo stuttu eftir andlát Mola en Svarthöfða sárvantar heimili, yndislegur geltur fress um 1-2 ára gamall. Langar ekki að senda hann í ,,sveitina". sendu mér meil soffiab@gmail.com
Lynja (IP-tala skráð) 2.8.2006 kl. 19:32
Innilega til hamingju Gunnthor minn og mer list vel a thu drifir thig i kennarann.
Bestu kvedjur fra Manchester
Agusta
www.gustamagga.blogspot.com
Agusta Margret (IP-tala skráð) 3.8.2006 kl. 07:51
Ka erida mar, ker heldra nini a skria sms me morgum stofum? Já, það er alveg glatað að hitta ykkur ekki á Fiskidaginn, sérstaklega þar sem ég lendi á þriðjudaginn kemur og verð í viku. Annars er ég farinn að skima í kringum mig eftir húsi til kaups og þá verða dyrnar alltaf opnar fyrir fólk á faraldsfæti.
Hölli (IP-tala skráð) 3.8.2006 kl. 16:35
Ka erida mar, ker heldra nini a skria sms me morgum stofum? Já, það er alveg glatað að hitta ykkur ekki á Fiskidaginn, sérstaklega þar sem ég lendi á þriðjudaginn kemur og verð í viku. Annars er ég farinn að skima í kringum mig eftir húsi til kaups og þá verða dyrnar alltaf opnar fyrir fólk á faraldsfæti.
Hölli (IP-tala skráð) 3.8.2006 kl. 16:35
Sæll göltur, þú ert ennþá með tengil inná blog.central síðuna mína, ertu til í að breyta því í www.holli.dk
Hölli (IP-tala skráð) 6.8.2006 kl. 11:14
Ég datt inná þessa síðu í gegnum síðuna hans Hölla, en ég er svo hjartanlega sammála þér varðandi tungumálið. Ég bý núna í Danmörku og finnst alveg agalegt hvað dönum er alveg sama um sitt mál og ennþá verra þegar ég fer inná íslenskar bloggsíður, sérstaklega hjá unglingum, og sé misþyrminguna sem fer fram á málinu þar. Íslenskukennsla ætti að vera öflugri og finna þyrfti betri leiðir til að halda málinu við. Það er móðurmálið sem er skilgreinir þjóðir, því án þess væri , t.d. Danmörk bara hafnarbær í Þýskalandi.
Arnthor Benediktsson (IP-tala skráð) 10.8.2006 kl. 07:40
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.