23 dagar

Mikið líður mér vel eftir vel heppnaðar sjóferðir, útskrift úr HÍ, heimkomu og garðslátt! Ég er því kominn í frí um óákveðinn tíma eða þar til skólinn byrjar aftur í lok ágúst. Þeir sem vilja drekka kaffi eða bjór með mér og mínu gengi eru velkomin í Helgamagrastræti, alltaf blíða á pallinum!

Í dag eru 23 dagar þar til erfinginn er skráður í heiminn, það gæti þó orðið á morgun eða eftir 5 vikur, sá rammi er nokkuð öruggur. Við erum tilbúin að taka á móti barni og hlökkum mikið til að skipta um gír í lífinu, bæta það góða líf sem við lifum nú. 

Það styttist líka í að systir mín og fjölskylda flytjist búferlum frá Þýskalandi og setjist að í götunni. Mamma, Kristín systir, pabbi og Leifur frændi eru búin að vera úti að passa börnin og mála og pakka, aðstoða við flutninga. Það er að ýmsu að hyggja eftir 7 ára búsetu erlendis. Mamma og pabbi bjuggu úti í Namibíu í 8 ár, Hermína og fj. búin að vera 7 ár í Hollandi og Þýskalandi, Kristín systir og fj. búa, hafa búið og munu búa á Bakka í Svarfaðardal.... ég og mín fjölskylda erum að stækka og það er hugur í okkur að prófa (mögulega ef til vill kannski og jafnvel)að búa erlendis, kannski ekki að toppa árafjölda 7-8 en lífið gæti leitt okkur á aðrar slóðir, núna er gott að vera á Akureyri og engin breyting fyrirhuguð á því. 

Lífið framundan snýst um að snyrta í kringum húsið og húsið sjálft og að bíða eftir barni, það er ljúft líf.

Málsháttur dagsins: Að unnu verki er hægt að hvílast.

Magri 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég vil hrósa þér fyrir frábærar færslur. Maður verður svo glaður og bjartsýnn eftir að maður er búinn að lesa pistlana.  

Ingvi (IP-tala skráð) 22.6.2007 kl. 10:47

2 identicon

Sammála síðasta ræðumanni!!! Þetta er bara yndislegt allt saman!!!  Hlakka mikið til að fá litla krúttið í heiminn...:) Gangi ykkur ofboðslega vel á lokasprettinum, við kíkjum nú kannski í kaffi einhvern daginn núna þegar Skafti er í smá fríi frá kvöldvinnuni:) 

Helga Hrönn (IP-tala skráð) 22.6.2007 kl. 11:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson
Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson

Dalvíkingur, giftur Kristbjörgu, faðir Ásu Eyfjörð, Ægis Eyfjörð og Kára Eyfjörð.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband