10.7.2006 | 09:19
Giftur
Á laugardaginn kl. 17°° kom fulltrúi sýslumanns heim til okkar ásamt nánasta skyldfólki og gaf okkur Kristbjörgu saman í hjónaband. Þetta var falleg athöfn og gott að vera giftur góðri konu. Palli ljósmyndari fór með allt liðið út í garð og myndaði og svo fór myndataka brúðhjónanna fram hér í garðinum og næstu görðum, að sjálfsögðu klikkaði veðurspáin(engin rigning) og sólin glennti sig og allir kátir.
Kl. 19°° var blásið til heljarinnar veislu í Frímúrarahúsinu þar sem 120 gestir mættu. Vel var borðað af lambakjöti, skötusel, lúðu, fiskisúpu, meðlæti, kökur, vín og kaffi. Hermína systir og Kata mágkona voru veislustýrur og stóðu sig frábærlega, mikið grín og mikil gleði fram á rauðanótt. Stórkostlegur dagur með stórkostlegu fólki.
Í gær var vaknað seint, opnaðir pakkar og slakað á. Danska vinafólkið okkar fór svo heim í morgunn eftir góða ferð. Framundan er eitt og annað en aðallega 2 vikna sól og sæla í Búlgaríu á fimmtudaginn.
Magri
Athugasemdir
Hjartanlega til hamingju! Góða skemmtun í Búlgaríu
Lynja (IP-tala skráð) 11.7.2006 kl. 13:50
Innilegar hamingjuóskir Gunnþór og Kristbjörg:)
Kv. Kristín Baldurs.
Kristín Baldursdóttir (IP-tala skráð) 11.7.2006 kl. 17:08
Innilega til hamingju og velkominn í þennan góða klúbb :)
Hafið það gott í Búlgaríunni :)
Dísa (IP-tala skráð) 11.7.2006 kl. 22:18
Til hamingju kallinn minn
kveðja
Leifur
Leifur (IP-tala skráð) 12.7.2006 kl. 12:42
Aftur til hamingju! ;)
Lauga (IP-tala skráð) 12.7.2006 kl. 16:04
Takk fyrir okkur og aftur til hamingju. Og góða ferð til Búlgaríu
Ívar Örn (IP-tala skráð) 12.7.2006 kl. 21:38
Iiii hvað þið eruð falleg:)!
Kristín Baldurs (IP-tala skráð) 13.7.2006 kl. 18:45
Til hamingju góða fólk :)
Helga E (IP-tala skráð) 13.7.2006 kl. 23:58
Innilegar hamingjuóskir frá Svíþjóð
Gulli (IP-tala skráð) 14.7.2006 kl. 21:29
Takk kærlega fyrir mig og hjartanlega til hamingju. Vona ad thad verdi møguleiki a thvi ad opna einn bjor eda tvo i kringum Fiskidaginn.
Hølli (IP-tala skráð) 15.7.2006 kl. 11:57
Innilega til hamingju, skemmtið ykkur vel í Búlgaríu
Kveðja Erla Malen
Erla Malen (IP-tala skráð) 15.7.2006 kl. 18:34
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.