Hraunsvatn

Bærinn Hraun í Öxnadal er frægur fyrir að það fæddist skáldið mikla Jónas Hallgrímsson 16. nóvember 1807 og lést um aldur fram 1845 eftir veikindi. Öxnadalur tengir þjóðbrautina milli Eyjafjarðar og Skagafjarðar og tignarlegir Hraundrangarnir minna fólk á fegurð og kraft sem birtist í ljóðum Jónasar.

Við Kristbjörg fórum á laugardaginn í fjallgöngu er við gengum frá Hálsi sem er næsti bær við Hraun, gengum framhjá Þverbrekkuvatni og uppað ægifögru Hraunsvatni sem er vissulega ekkert fallegra vatn en önnur en umhverfið er mikilfenglegt með Hraundranga gapandi á kantinum. Sólin skein og veðrið til fyrirmyndar og því var yndislegt að setjast niður með nesti og eiga góða stund í náttúrinni.

Við fengum lánaða göngustafi hjá mömmu&pabba og er það í fyrsta skipti sem ég klifra með slíka, það er mjög gott að hafa slík tæki sem drífa mann áfram og dreifa átökum þeim sem fylgja upp í mót, urð og grjót. Ég greip með gamla góða bók sem er blá og heitir Skólaljóð, við stigum á þúfu við Hraunsvatn þar sem pabbi Jónasar drukknaði og við lásum ljóð. Kristbjörg fór með ljóðið Íslands minni eftir Jónas og ég flutti Hraun í Öxnadal eftir Hannes Hafstein, það var gaman.

Ég er búinn að fá inni í grunnskólakennarann í Háskólanum á Akureyri og byrja þar í ágúst, mikið verður gaman að gera það sem mig virkilega langar að gera.

Magri 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þú ert fæddur kennari.

Hölli (IP-tala skráð) 28.6.2006 kl. 14:39

2 identicon

Þú ert fæddur kennari.

Hölli (IP-tala skráð) 28.6.2006 kl. 14:39

3 identicon

Þú ert fæddur kennari.

Hölli (IP-tala skráð) 28.6.2006 kl. 14:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson
Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson

Dalvíkingur, giftur Kristbjörgu, faðir Ásu Eyfjörð, Ægis Eyfjörð og Kára Eyfjörð.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband