28.4.2007 | 13:06
Góð kvöldstund í Ketilhúsinu
Í gærkvöldi fórum við hjónin á menningarvöku Sjálfstæðisflokksins í Ketilhúsinu í Listagilinu. Mjög skemmtileg samkoma þar sem snillingurinn og stórtenórinn Óskar Pétursson (giftur inn í mjög góða fjölskyldu:)) var veislustjóri. Hann söng nokkur lög, fór með vísur og sagði sögur. Halldór Blöndal fór með margar skemmtilegar vísur af ferli sínum í stjórnmálum, Dalvíkingurinn og sigurvegari söngkeppni framhaldsskólanna, Eyþór Ingi og unnusta hans Unnur Birna léku nokkur lög á gítar og fiðlu auk þess sem þau sungu bæði. Vægast sagt frábært tónlistarfólk þar á ferð og eiga svo sannarlega framtíðina fyrir sér, fallegar raddir sem eiga bara eftir að verða betri!
Hópur frá Leikfélagi Akureyrar söng nokkur lög og Geir Haarde forsætisráðherra söng tvísöng með Óskari meðan Kristján Þór dansaði við Ingu Jónu konu Geirs. Menntamálaráðherra, Þorgerður Katrín var einnig á staðnum og fleira gott sjálfstæðisfólk. Sannkölluð halelújasamkoma af bestu gerð enda öflugasti stjórnmálaflokkur landsins fyrr og eflaust síðar þar á ferð.
Sumarið mætti í morgunn af krafti, styttist í lóðahreinsun og tiltekt, gaman að sumarið sé að koma enda mikil eftirvænting að byggjast upp hvað varðar barneign. Meðgangan gengur áfram vel og nú erum við komin á viku 30, Kristbjörg hress og ég líka. Ég skilaði BA ritgerðinni frægu í mannfræðinni nú í vikunni (andlegur sigur) og síðasta verkefni vetrarins er að enda sem er 15 vikna kennsluáætlun fyrir íslensku í 8. bekk. Þar geri ég rammaáætlun og rökstyð kennsluefni, verkefni og kennsluaðferðir, mjög skemmtilegt og raunverulegt verkefni.
Framundan er sálfræðipróf, þroskaferill einstaklings frá getnaði til unglingsára, skemmtilegt efni sem endar með krossaprófi 2. maí og þá lýkur skólavetrinum. Önnur verkefni vetrar hafa verið leyst og stöðug vinna alla önnina er námsmat annarra áfanga. Þetta hefur gengið vel og mér finnst gaman að læra til kennara.
Magri
Athugasemdir
Til hamingju með að vera búinn að skila ritgerðinni :)
Hér á bæ gengur ehv hægt með hana - ég sem ætlaði að klára hana í maí svo sumarið fari ekki í þetta ;)
Dísa (IP-tala skráð) 8.5.2007 kl. 19:47
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.