19.4.2007 | 13:40
Gleðilegt sumar
Kæru vinir, ég óska ykkur öllum gleðilegs sumars sem væntanlega verður stórkostlegt þar sem frost var á miðnætti. Það er þó fyrst og síðast undir okkur komið hvort það verður gott eða slæmt, gaman eða leiðinlegt því veðrið má ekki stjórna að fullu.
Í gær kvöddum við kennaranemar vetur með grilli hér í Helgamagrastræti, það kom sól og það kom hríð, aftur kom sól og smá hríð. Við vorum hress inni í okkur og sögðum sögur frameftir kvöldi. Gaman saman.
Framundan er lokatörn í verkefnavinnu og sér fyrir endann á þeim markmiðum sem ég lagði upp með, það er gott. Meðgangan gengur vel, við erum á foreldranámskeiði sem Mæðravernd býður til, nokkrir tímar þar sem ýmsir sérfræðingar fjalla um ferlið sem fylgir því að nýr einstaklingur verður til og er þetta frábært framtak í góðu bæjarfélagi.
Magri
Af mbl.is
Innlent
- Þetta er auðvitað algerlega forkastanlegt
- Laxveiðiárnar og hafsbotninn í fínu formi
- Vilja byggja sumarhús á næstu jörð við fossinn
- Hvaða mál eru í þingmálaskránni?
- Beðinn um að fara með pottréttinn úr flugstöðinni
- SS ætlar að stækka sláturhúsið
- Samið að nýju við Samtökin '78
- Bilun í útsendingu truflar áhorf á landsleiknum
Erlent
- Rússneskir drónar í lofthelgi Póllands
- Stór hluti heimsins hefur gleymt 7. október
- Svindlarar flykkjast að maraþoninu
- Hvað er með þennan Framfaraflokk?
- Ofuraðdáandi Super Mario heimsóttur
- Íslendingur í Doha: Skelfing greip um sig
- Vægðarlaus iðja sem gerir út á ótta
- Öskrandi aðgerðasinnar eltu ráðherra
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.