Sjómannadagur

Í dag er Sjómannadagurinn. Í gamla daga var ekki óalgengt að sjá fulla sjómenn ráfandi um göturnar á Dalvík, rakir í kappróðri, reiptogi og öðru sem var fólki til skemmtunar. Sjómenn og makar hittu svo aðra sjómenn í mat, skemmtun og balli þar sem oft var mikil stemming.

Á Dalvík mætti einn úr áhöfn Björgvins í kappróður og reipitog, hann vann ekki! Ekkert var ballið og engin skemmtun. Á Akureyri var lítið um að vera og er aðalástæða þess að tveir menn létust um borð í Akureyrinni fyrir nokkrum dögum.

Við áhöfnin á Björgvin fórum á Strikið í mat, vorum í sal niðri og borðuðum humar&hörpudisk, nautasteik, ís&köku...... ljómandi fínn matur og allir hressir og kátir.

Í dag höfum við Kristbjörg og Konungur heimilisins hann Moli haft það náðugt hér heima, heimsmeistaramótið í knattspyrnu er byrjað svo við gláptum aðeins á það og almenn leti var viðhöfð.

Kosningar fórum þokkalega, ég er sáttur við að stærsti flokkurinn, Sjálfstæðisflokkurinn, stjórnar nú Akureyri, Reykjavík og Íslandi. Mér finnst gott að Sjálfstæðisflokkurinn og Samfylkingin skuli mynda stjórn hér á Akureyri og ekki er verra að oddvitar flokkanna þeir Kristján bæjarstjóri og Hermann eru báðir Dalvíkingar, hvað annað.  Akureyri verður áfram blár bær með góðri stjórn og öllum lífsins gæðum:) Það er gott að búa á Akureyri

Framundan hjá mér er garðsláttur, girðing, þrif og málun sólpallar.... ég er sem sagt kominn í frí út júlí en þá ætla ég einn frystitúr og svo í kennaranám ef ég fæ innritun en það ætti að koma í ljós næstu daga.

Arnar mágur minn í Þýskalandi varð 40 ára 060606, Árný dóttir hans varð 14 ára í gær og þau hafa þegar fengið kveðjur. Ég talaði við Árnýju í gær en þau búa í Hamborg þar sem leikið er í einum riðli HM, þar er fullt af fólki, allir í búningum með hárkollur, verslanir eru opnar alla daga til 22°° og það má segja að þetta sé einn allsherjar sirkus sem stendur yfir í 30 daga eða þar til daginn eftir að ég verð búinn að gifta mig!! Það styttist.

Lifðu í lukku en ekki í klukku

 Af hverju er algengt að sjá ljóskur uppi í tré hjá Háskóla Íslands? Þær eru að velja sér grein hehehehehehehehehehehehe

og annar ljóskubrandari

Skrýtið, læknir, kvartaði ljóskan: Alltaf þegar ég sé myndarlegan karlmann fer mig að klæja milli tánna. Furðulegt, svaraði læknirinn. Hvaða táa? Stóru tánna.

 

Magri


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson
Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson

Dalvíkingur, giftur Kristbjörgu, faðir Ásu Eyfjörð, Ægis Eyfjörð og Kára Eyfjörð.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband