13. mars árið 1975 kl. 1755

Gott fólk.

Þann 13. mars árið 1975 kl. 1755 fæddist drengur á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri. Hann er yngsta barn foreldra sinna og má segja að þessi lokatilraun Ásgerðar og Gunnþórs til að eignast strák hafi heppnast með eindæmum vel.

Drengurinn hefur alla tíð þótt ágætur, dugað vel í vinnu og skóla og verið góður vinur vina sinna og eftirlæti ættingja sinna. Hann hefur fengist við eitt og annað gegnum tíðina og ekki alltaf farið troðnar slóðir. Margir eru sammála honum í lífsskoðun en hafa ekki kjark til að fylgja henni eftir, aðrir eru honum ósammála og láta hann vita af því, það er gott að segja það sem manni finnst og enn betra að gera það sem manni langar til.

Í dag er drengurinn giftur maður, fann góða konu eftir 27 ára leit enda vildi hann vanda vel til verka, hann fann Kristbjörgu sem einungis hefur gert líf hans betra og eiga þau von á sínu fyrsta barni. Drengurinn er á góðri leið með að gerast kennari og kann vel við þá ákvörðun, hann er hamingjusamur og ákaflega ánægður með að eiga góða fjölskyldu og vini.

Hann verður að heiman á afmælisdaginn.

Til hamingju með afmælið Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson, megi gæfan fylgja þér í framtíðinni og mundu að lífið sem þú lifir núna er ekki sjálfgefið, þú þarft að rækta sjálfan þig til að lifa með öðrum. Þú ert ágætur maður sem vill stöðugt gera betur. Bestu kveðjur frá sjálfum þér.

Magri 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sverrir Þorleifsson

Til hamingju með daginn vinur

Sverrir Þorleifsson, 13.3.2007 kl. 10:06

2 identicon

Til hamingju með daginn,

kv. Bjarni Th Jóns 

Bjarni Th (IP-tala skráð) 13.3.2007 kl. 10:18

3 identicon

Hamingjuóskir með daginn og lífið frá mér. Gef þér bjór um páskana

Steinþór Tr

Steinþór (IP-tala skráð) 13.3.2007 kl. 12:53

4 identicon

Til hamingju með daginn, lífið og tilveruna. Hafðu það sem allra allra best nú sem endranær....

p.s. þetta með kennarann eldist af þér ;)

Lynja

Lynja (IP-tala skráð) 13.3.2007 kl. 14:56

5 identicon

Sælir til hamingju með daginn kúturinn minn habbðu það sem allra best bið að heilsa kv. Skafti Rúnar

Skafti Rúnar (IP-tala skráð) 13.3.2007 kl. 15:35

6 identicon

Innilega til hamingju með daginn.

Kv Hugrún 

Hugrún (IP-tala skráð) 13.3.2007 kl. 17:29

7 identicon

Til hamingju með daginn drengur! Haltu áfram að njóta lífsins eins vel og þú getur!

Ronja (IP-tala skráð) 13.3.2007 kl. 20:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson
Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson

Dalvíkingur, giftur Kristbjörgu, faðir Ásu Eyfjörð, Ægis Eyfjörð og Kára Eyfjörð.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband