6.3.2007 | 15:39
50 ára lýðveldisafmæli Ghana
Frá hátíðahöldum í Ghana í dag. AP
Haldið upp á 50 ára lýðveldisafmæli Ghana
Ghanverjar héldu í dag upp á 50 ára sjálfstæðisafmæli ríkisins og var mikið um dýrðir, en Ghana heyrði áður undir Bretaveldi. Í borginni Accra kveikti forseti landsins, John Kufour, á kyndli sem tákna á sjálfstæðisanda þjóðarinnar og var honum ákaft fagnað. Athöfnin fór fram á Sjálfstæðistorginu og stigu menn dans í þjóðbúningum.
Þá virti Kufour fyrir sér herfylkingar en í þeim voru einnig breskir hermenn sem sendir voru sérstaklega til að vera viðstaddir afmælið. Um 20.000 manns fylgdust með þeirri athöfn. Ghanverjar brutust til sjálfstæðis frá Bretum eftir að vera nýlenduþjóð þeirra í 80 ár. Það varð öðrum þjóðum sunnan Sahara hvatning til þess að krefjast sjálfstæðis. Árið 1965 höfðu 17 Afríkuþjóðir losnað undan nýlenduherrum sínum. Tekið af mbl.is
Eins og alþjóð veit var ég sendiherra Íslands í Ghana í eitt ár frá júlí 1995-júní 1996 en þar var ég sem sjálfboðaliði á vegum Alþjóðlegra ungmennaskipta www.aus.is, ég bjó hjá stórri fjölskyldu og starfaði sem bókasafnsliði í grunnskóla . Árið 2000 fór ég aftur til Ghana í mánuð og tók fjóra vini mína með mér. Næst ætla ég að fara með fjölskylduna mína og sýna henni þetta dásamlega land sem breytti lífi mínu og viðhorfum, ég sé alltaf betur og betur hvað þessi reynsla er dýrmæt, að geta hugsað út frá einhverju öðru en því samfélagi sem ég bý í núna er mér sérstaklega mikilvægt núna í kennaranáminu.
Í dag var ég í starfskynningu í Lundarskóla og á morgun líka, fólkið þar tók afskaplega vel á móti okkur og skipulag og dagskrá til fyrirmyndar. Góður andi og umhverfi, ekki laust við að mig langi að byrja núna að kenna en ég þarf að bíða örlítið lengur. Við kynntumst innviðum skólans, stefnu og fólkinu sem starfar við ýmis störf önnur en beina kennslu. Á morgun verðum við í bekkjum að fylgjast með kennslu, ég fer í samfélagsfræði hjá 5. bekk og 8. bekk, íslensku hjá 9. bekk og ensku hjá 10. bekk, spennandi dagur á morgun.
Magri
Athugasemdir
Til hamingju Ghana. Þetta eru ógleymanlegar vikur sem við áttum þarna árið 2000. Bring the sulta!!!
Bjarni Th
Bjarni Th (IP-tala skráð) 7.3.2007 kl. 11:40
Kæri sendiherra vildi bara kvitta fyrir mig.Gott að meðgangan ykkar gangi vel. Fariði vel með ykkur,kveðja Ella Rósa húsmóðir í Grenilundi 2
Ella Rósa (IP-tala skráð) 8.3.2007 kl. 02:09
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.