Allt í fína

Kæru vinir, hér í Magrastræti er allt í fína. Meðgangan gengur vel og er nú ríflega hálfnuð, við vitum ekki hvort kynið er á ferð svo það verður enn skemmtilegra þegar barnið kemur í heiminn kringum 13. júlí.

Við erum byrjuð að skipuleggja hluti og aðstæður sem þarf til að taka á móti barni, skiptiborð, vagga, bílstóll og fleira er klárt en það verður sótt og safnað saman í sumar. Einu fötin sem við höfum keypt er rauð Liverpool-samfella sem við keyptum á Anfield 1. nóvember 2005 og þá var ákveðið að fyrsta barnið fengi samfelluna sem sitt fyrsta "dress" hehe... svo færði Kristbjörg í hús ljósa samfellu sem stendur á: pabbi minn er lang lang bestur:) mjög gott. Það er gott að eiga góða að þegar huga þarf að öllum þessum búnaði og munar miklu að fá hluti frá ættingjum og vinum. Við ætlum fljótlega til Reykjavíkur að velja okkur vagn/kerru og ljóst að margt er í boði og mun fleiri hugmyndir fólks um hvað sé best og hentugast. Gaman að þessu.

Annars gengur vinnan vel hjá Kristbjörgu og ég er á kafi í verkefnum í skólanum og þau ganga mjög vel, þau sem búin eru marka bilið 8,0-9,7 sem er ljómandi. Í næstu viku fer ég ásamt þrem stúlkum í tveggja daga heimsókn í Lundarskóla þar sem við kynnumst innviðum skólans og kennslu í bekk, einnig munum við í framhaldi taka fræðilegt viðtal við kennara. Margt spennandi að gerast og ég er bara hamingjusamur.

Það er ánægjulegt að matarinnkaupin muni lækka og nú þurfum við neytendur að fylgja þessu eftir og athuga vel hvað lækkar og hvað ekki, sniðganga helst hátt verðsettar vörur og benda kaupmönnum á hvað sé vel gert og hvað megi betur fara... við fórum í Hagkaup í dag og keyptum meðal annars 2L Coke light á 191 kr, þegar ég kom heim fattaði ég að ég sá í blaði í morgunn tilboð á Coke light 2L á 79 kr í Bónus, við verslum 99% í Bónus! Mjög slæmt af mér og ég lofa að gera betur næst. 

Spakmæli dagsins er í boði Óskars Árna Óskarssonar:

Stundum ætlar allt um koll að keyra, þá er ráð að sækja gömlu sundhettuna upp á háaloft.

Magri 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mamma yrði nú aldeilis ánægð ef barnið léti sjá sig 13. júlí. Ég yrði hins vegar hoppandi glöð ef þið færðuð mér eitt stykki barn í afmælisgjöf 14. júlí  

Rósa María (IP-tala skráð) 3.3.2007 kl. 09:55

2 identicon

Frábært að allt gengur vel :) Ef þið viljið fara umhverfisvænu leiðina og nota taubleyjur á Litla-Hrapp erum við Marta gangandi alfræðibækur í þeim efnum...

Gríshildur (IP-tala skráð) 3.3.2007 kl. 17:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson
Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson

Dalvíkingur, giftur Kristbjörgu, faðir Ásu Eyfjörð, Ægis Eyfjörð og Kára Eyfjörð.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband