X-D

Jæja kæru vinir þá er gölturinn kominn í land, kom reyndar í land á Akureyri á sunnudagskvöld. Búinn að vera 3 vikur sem kokkur og gekk bara ljómandi vel að veiða margar tegundir af fiskum. Framundan er 30 daga túr og svo frí eftir Sjómannadag þar til í ágúst.

Annars er allt í góðum gír, giftingarplönin ganga vel, ég fór á fund sýslumanns í gær og hann eða fulltrúi hans ætlar að gefa okkur saman hér heima og svo verður mikil veisla og mikil gleði í Frímúrarahúsinu hér á Akureyri.

 Fyrir fundinn hjá sýslumanni greiddi ég atkvæði utan kjörfundar til sveitastjórnarkosninga og að sjálfsögðu kaus ég Sjálfstæðisflokkinn og einna helst frábæran bæjarstjóra Kristján Þór Júlíusson. Ég kýs áframhaldandi kraft og vöxt þessa ágæta samfélags. x-d xdxdxdxdxdxdxdxdxdxdxdxdxdxdxdxd

Sumarið er að mæta hér norðan heiða, Helgi við hliðina kominn úr að ofan og konan austan við okkur mætt með skófluna, Kristbjörg gefur þeim ekkert eftir í garðræktinni og reytir og dyttar að þó ekki fari hún úr að ofan. Fyrsta grill sumarsins fór fram í gærkvöldi í þoku og stillu er grillmeistari Helgamagrastrætis snaraði kjöti á grillið sem kom reyndar lélegt undan vetri, stóð sig þó vel.

Moli lenti í óhappi fyrir 3 vikum er hann kom bleikur heim! Ekki er vitað hvaða efni þetta var en afleiðingarnar eru þær að hann var svæfður og síðan rakaður eins og gert er við rollurnar. Búkurinn var semsagt krúnurakaður og nú er hann eins og ljón með loðinn haus, loðnar lappir og skott! Svakalega skrýtinn þessi köttur. En nú er hann allur að hressast, kominn á nýtt fóður sem á að gera feldinn og Mola allan heilbrigðari og öllum líður betur. Ekkert grín að vera köttur.

Munið að kjósa

Magri 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

X-d er ok í sveitarstjórnarkosningum, en það væri náttúrulega glæpur að veita þeim brautargengi inná þing eftir stuðninginn við Íraksstríðið. En þann dag sem allir sem störfuðu með Davíð eru hættir þingstörfum og kynslóðin þar á eftir, þann dag mætti hugsa sér að sjálfstæðiseitrið sé orðið það veikt að maður geti treyst þeim fyrir að standa að ríkisstjórn sem ekki gerir mig sem íslenskan þegn, meðsekan í barnamorðum og öðrum viðbjóði í landi þar sem meiri hluti þjóðarinnar veit ekki einu sinni hvað orðið Ísland þýðir.
Það sama gildir um Framsóknarflokkinn. Ísland þarfnast leiðtoga og það jafnast enginn í dag á við Davíð sem slíkur, þótt ég hafi óbeit á manninum.

Hölli (IP-tala skráð) 17.5.2006 kl. 20:22

2 identicon

X-d er ok í sveitarstjórnarkosningum, en það væri náttúrulega glæpur að veita þeim brautargengi inná þing eftir stuðninginn við Íraksstríðið. En þann dag sem allir sem störfuðu með Davíð eru hættir þingstörfum og kynslóðin þar á eftir, þann dag mætti hugsa sér að sjálfstæðiseitrið sé orðið það veikt að maður geti treyst þeim fyrir að standa að ríkisstjórn sem ekki gerir mig sem íslenskan þegn, meðsekan í barnamorðum og öðrum viðbjóði í landi þar sem meiri hluti þjóðarinnar veit ekki einu sinni hvað orðið Ísland þýðir.
Það sama gildir um Framsóknarflokkinn. Ísland þarfnast leiðtoga og það jafnast enginn í dag á við Davíð sem slíkur, þótt ég hafi óbeit á manninum.

Hölli (IP-tala skráð) 17.5.2006 kl. 20:23

3 identicon

stundum ímynda ég mér að þú sér bara að skrifa fyrir mig.
-helga þórey.

Helga Þórey (IP-tala skráð) 22.5.2006 kl. 19:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson
Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson

Dalvíkingur, giftur Kristbjörgu, faðir Ásu Eyfjörð, Ægis Eyfjörð og Kára Eyfjörð.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband