Lífskortið

Samkvæmt lífskorti mínu er dagurinn í dag fyrsti raunverulegi bóndadagurinn, fyrsta skipti sem ég upplifi þennan upphafsdag þorra sem giftur maður.Tilfinningin er góð og mín ástkæra eiginkona færði mér hina gullnu þrennu: bjór, harðfisk og súkkulaði... dásamleg tilfinning að eiga slíkan varning og vita að ég muni sporðrenna honum!

Við ætlum að elda grís í kvöld og jafnvel grípa í spil, ef einhver nennir að spila þá hafið samband.

Skólinn er kominn á fulla keyrslu, spennandi nám framundan og mér líst vel á önnina. Spenna fylgir einnig meðgöngunni sem spannar nú bráðum 17 vikur og stutt í næsta sónartíma, mögulega sjáum við hvort kynið er á ferð og viljum við vita það. Kristbjörg er bara hress og tekur móðurlegum breytingum, ég held að þetta verði ljómandi fínt hlutverk að vera pabbi og kvíði engu í þeim efnum heldur hlakka til að takast á við hugmyndir mínar um uppeldi. Mér finnst gott að hafa markmið og línur þó alltaf muni sveiflast fram og aftur. Þannig er lífskortið, við fáum það í hendur sem óskrifað blað og í það verður krotað af okkur og öðrum sem eru til í umhverfinu. Lífið felst í fæðingu og dauða og því um að gera að hafa gaman ef það er mögulegt, allavega ættum við að leitast við að leika okkur sem mest en hafa gott net undir ef við dettum.

Lífskortið ætti að vera eigulegt fyrir þá sem okkur lifa ekki síður en fyrir okkur sem fyllum það út jafnóðum, ekki einhver ólguský heldur birta og hamingja (peningar, jeppar og flatskjáir eru ekki lykilorð að hamingju). Ég stefni stöðugt á fallegra kort, ég vil ná markmiðum mínum, verða gamall og deyja sáttur við sjálfan mig og aðra. Ef kortið er fullt af skít er ekkert annað að gera en að byrja að moka, moka svo aðeins meira þar til sést í birtu og reyna þá að virkja hana eftir megni, stundum þurfum við hjálp og það á enginn að skammast sín fyrir að sækja hana.

Munið eftir smáfuglunum

Magri 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sælt veri fólkið:)  Við getum nú ekki sagt annað en að þetta hafi verið mjög einlægt blogg hjá þér magri:) Við vildum gjarnan hafa verið norðan heiða og taka spil með ykkur en sei sei nei, í þetta skiptið er það skyldan sem kallar, Skafti í skólanum á fullu og vinna í KR heimilinu og ég í apótekinu. Eitthvað þarf maður nú að reynað vinna fram að júlí þar sem að það virðist vera heill hellingur af dóti sem við þurfum að versla fyrir litla ljósið:) Komnar eru 13 vikur hérna megin og allt gengur eins og í góðri sögu:)

Köstum kveðju úr borginni

Helga Hrönn, Skafti Rúnar og litla ljósið:* 

Helga og Skafti (IP-tala skráð) 20.1.2007 kl. 11:39

2 identicon

Hún er góð konan ;) Hefði líka verið til í að taka í spil með ykkur, lít við þegar ég verð fyrir norðan næst :)

Rósa María

Rósa María (IP-tala skráð) 23.1.2007 kl. 20:19

3 identicon

Hey ég vissi ekki að þið væruð ólétt !!! Innilega til hamingju kæru hjón. Þið gerið þetta eins og við Eddy. Allt eftir bókinni :) Við vorum að flytja´15.des í nýju íbúðina. Allt gengur vel.Ég vil bara segja að ef þetta er stelpa þá er hún heppin að eiga svona yndislegan pabba(og mömmu að sjálfsögðu) og verður pottþétt pabbastelpa og ef þetta er strákur þá á ég fullt af flottum stráka ´fötum þannig að þetta er bara alveg klárt.En ef allt er í lagi þá skiptir það náttúrulega mestu máli :) aftur vil ég óska ykkur innilega til hamingju og vona að allt gangi vel. Kveðja Ella R'osa

Ella Rósa (IP-tala skráð) 24.1.2007 kl. 23:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson
Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson

Dalvíkingur, giftur Kristbjörgu, faðir Ásu Eyfjörð, Ægis Eyfjörð og Kára Eyfjörð.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband