Ása Eyfjörð 2 ára í dag

100_5785.jpg
Svo sannarlega hefur líf okkar orðið betra eftir að Ása fæddist. Hún er skemmtileg og lífsglöð stelpa sem gefur af sér mikla gleði og hamingju. Ása er mikill fjörkálfur sem vill hafa líf og fjör, henni finnst best að vera úti að leika, gaman að teikna og syngja og að sjálfsögðu er dásamlegt að eiga Ægi litla bróður til að tuskast með:) Elsku Ása okkar til hamingju með afmælið.
Magri 

Laugarvatn og 21,1 km

Sumarið er gott og ljúft. Við fjölskyldan fórum á Laugarvatn í viku þar sem við dvöldum í kennaraíbúð. Lékum okkur mikið saman, fórum í göngutúra, fórum í sund, keyrðum að Geysi og fórum á Veiðisafnið á Stokkseyri þar sem m.a. mátti sjá uppstoppuð ljón og apa sem okkur þótti öllum áhugavert. Gott að vera á Laugarvatni.

Í gær 11. júlí hljóp ég hálft maraþon í blíðskaparveðri hér á Akureyri í Landsmótshlaupi UMFÍ. Mér gekk vel að hlaupa, mikið líf og fjör í bænum sem hvatti mig áfram, lifandi tónlist á nokkrum stöðum, fjölskyldan mín var í göngugötunni þegar ég fór síðasta sprettinn. Ég stefndi að vera undir 2 klst og það gekk eftir, hljóp þessa 21, 1 km á 1 klst, 50 mínútum og 43 sekúndum. Mjög sáttur.

Í gær áttum við notalegar stundir á Illugastöðum með mömmu og pabba, systrum mínum og mökum og börnum í sumarbústað. Ása varð eftir og finnst frábært, nóg um að vera, krakkar að leika, sund og amma og afi sem stjana við hana. Framundan hjá mér er garðurinn.

Magri


Höfundur

Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson
Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson

Dalvíkingur, giftur Kristbjörgu, faðir Ásu Eyfjörð, Ægis Eyfjörð og Kára Eyfjörð.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband