24.7.2009 | 10:47
Ása Eyfjörð 2 ára í dag
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.7.2009 | 09:24
Laugarvatn og 21,1 km
Sumarið er gott og ljúft. Við fjölskyldan fórum á Laugarvatn í viku þar sem við dvöldum í kennaraíbúð. Lékum okkur mikið saman, fórum í göngutúra, fórum í sund, keyrðum að Geysi og fórum á Veiðisafnið á Stokkseyri þar sem m.a. mátti sjá uppstoppuð ljón og apa sem okkur þótti öllum áhugavert. Gott að vera á Laugarvatni.
Í gær 11. júlí hljóp ég hálft maraþon í blíðskaparveðri hér á Akureyri í Landsmótshlaupi UMFÍ. Mér gekk vel að hlaupa, mikið líf og fjör í bænum sem hvatti mig áfram, lifandi tónlist á nokkrum stöðum, fjölskyldan mín var í göngugötunni þegar ég fór síðasta sprettinn. Ég stefndi að vera undir 2 klst og það gekk eftir, hljóp þessa 21, 1 km á 1 klst, 50 mínútum og 43 sekúndum. Mjög sáttur.
Í gær áttum við notalegar stundir á Illugastöðum með mömmu og pabba, systrum mínum og mökum og börnum í sumarbústað. Ása varð eftir og finnst frábært, nóg um að vera, krakkar að leika, sund og amma og afi sem stjana við hana. Framundan hjá mér er garðurinn.
Magri
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 09:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)